Fluidr
about   tools   help   Y   Q   a         b   n   l
User / Árni Svanur Daníelsson / Sets / Afmælið og forsetarnir
Árni Svanur Daníelsson / 8 items

N 0 B 154 C 0 E Apr 15, 2012 F Apr 15, 2012
  • DESCRIPTION
  • COMMENT
  • O
  • L
  • M

Forsetaterturnar sem voru bornar á borð í afmæli Árna um helgina fengu nöfn sín eftir 5 forsetum lýðveldisins, uppáhaldsforsetaframbjóðandanum okkar og sjálfstæðishetjunni Jóni Sigurðssyni. Alls sjö tertur sem voru bragðgóðar og fallegar, gátu myndað hugrenningatengsl við einhver einkenni viðkomandi þjóðhöfðingja. Allt til gamans gert og án allrar græsku!

N 0 B 76 C 0 E Apr 15, 2012 F Apr 15, 2012
  • DESCRIPTION
  • COMMENT
  • O
  • L
  • M

Jón Sigurðsson fékk þjóðleg blóm og íslenskan fána á sína tertu.

N 0 B 169 C 0 E Apr 15, 2012 F Apr 15, 2012
  • DESCRIPTION
  • COMMENT
  • O
  • L
  • M

Kristján Eldjárn er fornleifafræðingurinn, þess vegna er tertan hans soldið þjóðleg og sveitó - þýft landslagið undir rjómanum minna á grónar rústir og súkkulaðikúlurnar geta verið lambaspörð í náttúrunni.

*

Þriðji forseti lýðveldisins, Kristján Eldjárn, var fæddur 6. desember 1916 og lést 14. september 1982. Eiginkona hans Halldóra Eldjárn var fædd 24. nóvember 1923 en lést 21. desember 2008.

Kristján var kjörinn forseti 30. júní 1968, endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1972 og 1976 en lét af embætti 1980.

www.forseti.is/Fyrriforsetar/KristjanEldjarn/

N 0 B 169 C 0 E Apr 15, 2012 F Apr 15, 2012
  • DESCRIPTION
  • COMMENT
  • O
  • L
  • M

Sveinn Björnsson sem fyrsti forseti lýðveldisins fékk að vera marens með jarðarberjarjóma. Nýstofnað lýðveldið, dísætt og ljúft, með fögur fyrirheit.

*

Fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, var fæddur í Kaupmannahöfn 27. febrúar 1881 og lést hann 25. janúar árið 1952. Eiginkona hans var Georgia Björnsson, fædd 18. janúar 1884, dáin 18. september 1957.

Sveinn var kjörinn ríkisstjóri af Alþingi 1941 og forseti Íslands, kjörinn af Alþingi á Þingvöllum við lýðveldisstofnun, 17. júní 1944. Þjóðkjörinn án atkvæðagreiðslu 1945 og aftur 1949. Sveinn lést í embætti árið 1952.

www.forseti.is/Fyrriforsetar/SveinnBjornsson/

N 0 B 259 C 0 E Apr 15, 2012 F Apr 15, 2012
  • DESCRIPTION
  • COMMENT
  • O
  • L
  • M

Vigdís Finnbogadóttir fær soldið elegant tertu, hefðbundna og íburðarmikla af því að hún er bara lekker og flottur forseti.

*

Fjórði forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, er fædd 15. apríl 1930.

Vigdís var kjörin forseti 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996.

www.forseti.is/Fyrriforsetar/VigdisFinnbogadottir/


62.5%